Börn og hestar



Rangárþing eystra er eitt mesta hestamannasvæði landsins og er æskulýðsstarfið hjá Hestamannafélaginu Geysi mjög öflugt. Börn komast á reiðnámskeið frá 5 ára aldri og í Hvolsskóla hefur verið boðið upp á námskeiðin Knapamerki I og II sem styrkir grunn hestamennskunnar.



Heilsueflandi samfélag 



Rangárþing eystra er heilsueflandi samfélag og leggur mikla áherslu á að íbúar á öllum aldri eigi möguleika á að rækta heilsuna m.a. með útivist. Líkamsræktarstöðin og sundlaugin á Hvolsvelli eru einnig vinsælir staðir en sveitarfélagið rekur hvoru tveggja. Íþróttafræðingur sér um hreyfingu fyrir aldurshópinn 60+. Náttúran endalaus uppspretta fyrir ævintýri og sendur Hvolsskóli m.a. fyrir verkefninu 10 tindar á 10 árum en þá ganga nemendur á eitt fjall á hverju skólaári  frá 1. – 10. bekk.

Allir fá sama góða matinn

Sveitarfélagið rekur metnaðarfullt mötuneyti sem býður upp á hollan og góðan mat fyrir leikskólann Örk, Hvolsskóla og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol – allir fá sama góða matinn. Yfirkokkurinn Bragi Þór Hansson hefur einsett sér að elda sem allra mest frá grunni og úr íslensku hráefni. Foreldrar með börn bæði í leikskólanum og skólanum sleppa líklega við árekstra við kvöldverðarborðið því börnin hafa öll fengið sama góða matinn í hádeginu. Áhugasamir geta fylgst með mötuneytinu á  Instagram: Hvolsvellingur.