Velkomin heimHefur þú hugsað um að flytja út á land? Ef svo er, þá eru hér nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að skoða Hvolsvöll og nágrenni í Rangárþingi eystra.Stutt í alla þjónustuÍbúar Hvolsvallar eru sammála um að stuttar vegalengdir innan bæjarmarka sé einn af helstu kostum þess að búa þar. Margir íbúar hreyfa ekki bílinn innanbæjar enda tekur aðeins nokkrar mínútur að hjóla bæjarmarkanna á milli. Það er örstutt í alla helstu þjónustu  s.s. sund, íþróttir, verslun, skóla, bókasafn, apótek, heilsugæslu, leikskóla o.s.frv. Allur akstur í og úr skóla og íþróttum er úr sögunni.


Samfella skóla og tómstundaSveitarfélagið býður upp á samfellu í íþróttum, tónlistarkennslu og skólastarfi. Reynslan hefur sýnt að börnunum líður betur með að komast beint í tómstundir að loknum skóla. Þá þurfa þau ekki að bíða á milli og eru komin fyrr heim á daginn og hafa meiri samfelldan tíma með fjölskyldu.

Auknir möguleikar í fjarvinnu

Möguleikar á störfum án staðsetningu eru sífellt að aukast og nú á tímum Covid-19 hefur endanlega sannast að æ fleiri störf er hægt að vinna hvaðan sem er. Mikil tækifæri leynast í slíkum störfum og sér ungt fólk í auknum mæli kosti þess að vinna slík störf. Í þeim hópi eru margir sem vilja skapa sér svigrúm til sveigjanlegs vinnutíma og möguleika á að geta búið úti á landi þar sem lífsgæðin eru góð og meira rými skapast til að sinna fjölskyldu og áhugamálum.


Ferðamennskan & fjölskyldulífið
Hildur & Arnar – Viðtal