Stutt í alla þjónustu

Íbúar Hvolsvallar eru sammála um að stutt er vegalengdir innan bæjarmarka sé einn af helstu kostum þess að búa þar. Margir íbúar hreyfa ekki bílinn innanbæjar enda tekur aðeins nokkrar mínútur að hjóla bæjarmarkanna á milli. Það er örstutt í alla helstu þjónustu s.s. sund, íþróttir, verslun, skóla, bókasafn, apótek, heilsugæslu, leikskóla o.s.frv. Allur akstur í og úr skóla og íþróttum er úr sögunni.

Samfella skóla
og tómstunda

Sveitarfélagið býður upp á samfellu í íþróttum,tónlistarkennslu og skólastarfi. Reynslan hefur sýnt að börnunum líður betur með að komast beint í tómstundir að loknum skóla. Þá þurfa þau ekki að bíða á milli og eru komin fyrr heim á daginn og hafa meiri samfelldan tíma með fjölskyldu.

Fjölskyldulífið og ferðamennskan
Hildur og Arnar – viðtal

Stutt viðtal við Hildi Guðbjörgu Kristjánsdóttur og Arnar Gauta Markússon sem búa í Litlalandi í Fljótshlíð við Hvolsvöll ásamt sonum sínum Kristjáni og Markúsi. Saman eiga þau og reka ferðaþjónustufyrirtækið Midgard sem er staðsett á Hvolsvelli.

Auknir möguleikar
í fjarvinnu

Í nútíma samfélagi eru möguleikar á störfum án staðsetningu eru sífellt að aukast. Mikil tækifæri leynast í slíkum störfum og sér ungt fólk í auknum mæli kosti þess að vinna slík störf. Í þeim hópi eru margir sem vilja skapa sér svigrúm til sveigjanlegs vinnutíma og möguleika á að geta búið úti á landi þar sem lífsgæðin eru góð og meira rými skapast til að sinna fjölskyldu og áhugamálum.

Lóðir í leit að
vönduðum eigendum

Lóðir í leit að vönduðum eigendum. Á Hvolsvelli er reglulega úthlutað nýjum lóðum til umsókna, bæði íbúða-, atvinnu- og hesthúsalóðir. Áhugasamir geta fylgst með á www.hvolsvollur.is eða fara beint á kortavef sveitarfélagsins www.map.is/ranga. Hægt er að sækja um lóðirnar beint í gegnum kortavefinn með því að smella á viðkomandi lóð.

DCIM\100MEDIA\DJI_0147.JPG

Náttúran og tónlistin
Valborg og Orri – viðtal

Stutt viðtal við Valborgu Ólafsdóttur og Orra Guðmundsson sem búa í Holti undir Eyjafjöllum, rétt utan við Hvolsvöll ásamt börnum sínum þeim Karólínu og Kormáki. Valborg er söngkona og tónlistarkennari á Hvolsvelli og Orri er bóndi, ferðaþjónustubóndi og tónlistarmaður.

Öll eins árs börn
fá leikskólapláss

Á Hvolsvelli fá öll börn, sem náð hafa eins árs aldri, pláss á leikskóla og í bæjarfélaginu er að finna eitt hæsta hlutfall menntaðra leikskólakennara. Hér eru engir biðlistar og engin óvissa og boðið er upp á skólaakstur fyrir elstu leikskólabörnin. Á síðasta ári barna í leikskólanum Örk hefja þau aðlögun fyrir skólagöngu í Hvolsskóla. Þau fara í skólaheimsóknir einu sinni í viku og þegar stóra stundin rennur upp þekkja þau orðin hvern krók og kima í Hvolsskóla.

Börn og hestar

Rangárþing eystra er eitt mesta hestamannasvæði landsins og er æskulýðsstarfið hjá Hestamannafélaginu Geysi mjög öflugt. Börn komast á reiðnámskeið frá 5 ára aldri og í Hvolsskóla hefur verið boðið upp á námskeiðin Knapamerki I og II sem styrkir grunn hestamennskunnar.

Draumaveröld hestamannsins
Hulda og Elvar – viðtal

Stutt viðtal við Elvar Þormarsson og Huldu Dóra sem búa á Hvolsvelli ásamt börnunum, Þormari, Eik, og Elimar. Elvar er atvinnumaður í hestamennsku og vinsæll tamningamaður.